. - Hausmynd

.

Saga um einelti ( birtist á dv.is ) ( stöðvum einelti strax )

11 ára stúlka neitaði að mæta í skólann á Álftanesi. Þess í stað var hún dögum saman heima og grét þar til hún skipti um skóla. „Það er hræðilegt að sjá barnið sitt engjast," segir mamma hennar. Hún er búin að gefast upp á því að búa á Álftanesi, því hún getur ekki boðið barninu sínu upp á þetta líf. Stúlkan gengur í skóla í Reykjavík og þorir varla út fyrir lóðamörkin af ótta við hina krakkana á Álftanesi.

Afdrifaríkur læknisleikur
Við köllum stúlkuna Margréti en hvorki hún né móðir hennar treysta sér til þess að koma fram undir nafni. Þær búa í fallegu húsi með litlum garði úti á Álftanesi, ásamt tveimur systrum Margrétar, hundum og köttum. Lífið lék við þær.
Allt þar til Margrét neitaði að fara í læknisleik með vinkonu sinni þegar hún var átta ára gömul. Vinkona hennar gat ekki fyrirgefið Margréti, talaði niður til hennar og illa um hana auk þess sem hún starði á hana í tíma og ótíma. Smám saman vatt þetta upp á sig þar til allur árgangurinn var kominn upp á móti stúlkunni.
Móðir stúlkunnar reyndi árangurslaust að ræða þetta við mæður bekkjarfélaga hennar í von um að bæta ástandið: „Mæðurnar létu eins og þetta kæmi þeim ekki við. Nánast alltaf þegar ég ræddi við þær í trúnaði í von um að ná að bæta ástandið sögðu þær börnunum sínum frá því. Um leið voru börnin komin með eitthvað nýtt sem þau notuðu til þess að stríða dóttur minni.“

Nánar á heimasíðunni okka www.skutinn.is ( undir reynslusögur )


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Átak gegn einelti
Átak gegn einelti
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband