25.3.2011 | 10:05
Átak gegn einelti hefst í dag
Átak gegn einelti hefst í dag á fjordurinn.is og á blogginu www.einelti.blog.is og munstanda yfir í rúma tvo mánuði eða til Fimmtudagsins 2. Júní en þá fara fram góðgerðartónleikar til styrktar Regnbogabörnum samtaka sem berjast gegn einelti.
Fjörðurinn.is og einelti.blog.is eru tvær vefsíður af mörgum vefsíðum sem taka þetta mál að sér fyrir átakið og birta reynslusögur,pistla og greinar um málefnið ásamt því að vera með auglýsingar á vefnum fyrir átakið.
Sjálfboðaliðar Átaks gegn einelti hafa ekki haft langan tímatil undirbúning en ákveðið var að starta þessu átaki á miðvikudagskvöldið en öll vinna við átakið er í höndum fórnarlamba eða aðstandenda eineltis og þegar fréttamaður
hjá fjordurinn.is talaði við ungan mann sem hafði verið lagður í einelti þá sagði hann að hugmyndin hafi komið af facebook og fólk hafi byrjar að spjalla samanum hvað hægt væri að gera síðan voru regnbogabörn fengin með í verkið til að veita því forustu .
Sjálfboðaliðar verkefnisins hafa í nógu að snúast við það að safna reynslusögum og taka viðtöl ásamt því að skipuleggja góðgerðartónleika sem verða að öllum líkindum haldnir í gamla Austurbæjarbíói í Reykjavík fimmtudagskvöldið 2.Júní og mun allur peningur renna óskiptur til regnbogabarna og verður sú upphæð sem inn kemur notuð fyrir kynningar og fræðslu um einelti í skolum um allt land.
Sjálfboðaliðar eru nú byrjaðir að hafa samband við listamenn um að koma fram á tónleikunum og er hægt að staðfesta það að hljómsveitin GIG mun mæta á svæðið ásamt Hvanndalsbræðrum og rapparin RAMSES mun mæta og syngja frábært lag um einelti sem heitir VERTU STERKUR sem hægt er að skoða á fjordurinn-tv eða á youtube.com og setjum við það hér inn fljótlega.
Einelti er mikið samfélags mein og þið getið ekki trúað hvað fréttamaður er búinn að heyra frá fólki hér á sunnanverðum vestfjörðum varðandi einelti í skólum á svæðinu og það virðist vera alveg sama hvar maður stígur niður fæti maður heyrir þessar sögur aftur og aftur.
Fjordurinn.is hefur verið að rannsaka þessi mál undanfarið undirforustu ritstjóra blaðsins og hefur blaðið komist að sorglegum staðreyndum um hvernig einelti er þaggað niður eða sópað í burt og verður mart áhugavert í ritstjórnarpistlinum sem birtist seinna í dag.
Fjorðurinn.is mun birta nokkrar reynslusögur í dag og grein frá formanni regnbogabarna.
STÖÐVUM EINELTI STRAX // Átak gegn einelti // 25.03.2011 – 02.06.2011
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.