. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Saga um einelti ( birtist á dv.is ) ( stöðvum einelti strax )

11 ára stúlka neitaði að mæta í skólann á Álftanesi. Þess í stað var hún dögum saman heima og grét þar til hún skipti um skóla. „Það er hræðilegt að sjá barnið sitt engjast," segir mamma hennar. Hún er búin að gefast upp á því að búa á Álftanesi, því hún getur ekki boðið barninu sínu upp á þetta líf. Stúlkan gengur í skóla í Reykjavík og þorir varla út fyrir lóðamörkin af ótta við hina krakkana á Álftanesi.

Afdrifaríkur læknisleikur
Við köllum stúlkuna Margréti en hvorki hún né móðir hennar treysta sér til þess að koma fram undir nafni. Þær búa í fallegu húsi með litlum garði úti á Álftanesi, ásamt tveimur systrum Margrétar, hundum og köttum. Lífið lék við þær.
Allt þar til Margrét neitaði að fara í læknisleik með vinkonu sinni þegar hún var átta ára gömul. Vinkona hennar gat ekki fyrirgefið Margréti, talaði niður til hennar og illa um hana auk þess sem hún starði á hana í tíma og ótíma. Smám saman vatt þetta upp á sig þar til allur árgangurinn var kominn upp á móti stúlkunni.
Móðir stúlkunnar reyndi árangurslaust að ræða þetta við mæður bekkjarfélaga hennar í von um að bæta ástandið: „Mæðurnar létu eins og þetta kæmi þeim ekki við. Nánast alltaf þegar ég ræddi við þær í trúnaði í von um að ná að bæta ástandið sögðu þær börnunum sínum frá því. Um leið voru börnin komin með eitthvað nýtt sem þau notuðu til þess að stríða dóttur minni.“

Nánar á heimasíðunni okka www.skutinn.is ( undir reynslusögur )


Söfnunarreikningur Átaks gegn einelti

Nú er búið að opna söfnunar reikning fyrir átak gegn einelti og rennur allur peningur til Regnbogabarna númerið er 1167- 05-50000 kt 620798-3209 og er reikningurinn í vörslu sparisjóðanna... Allt skiptir máli

Átak gegn einelti www.skutinn.is

Ef þú hefur lent í einelti eða ert aðstandandi einhvers sem hefur lent í einelti sendu okkur þá þína sögu á skutinn@skutinn.is... þú getur haft hana undir nafni eða nafnlausa ... taktu þátt í Átaki gegn einelti ... ekki neitt gerist nema að við stöndum saman og tjáum okkur...

 

Heimasíða átaksins.

www.skutinn.is  


Átak gegn einelti 25.03 - 02.06.2011

Nú er í gangi Átak gegn einelti á vefnum og á mörgum heimasíðum á landinu en það eru þolendur eineltis sem hafa startað þessu átaki í samstarfi við regnbogabörn.Eins og frem kemur verður átakið á netinu.facebook,bloggi og á www.skutinn.is

Á heimasíðu átaksins er að finna reynslusögur og greinar um málefnið og hægt er að finna átakið líka á facebook með því að leita ( Átak gegn einelti )og bæta sér við og sína samstöðu.

Núna í vikunni kemur upp síða sem er áskorun til menntamálaráðherra og hvetjum við alla til að skrá sig þegar hún kemur upp en unnið er að því að setja saman textann í áskoruninni.

Núna inni á www.skutinn.is er áhugaverð grein um einelti og afleiðingar .

Endilega kvittið í gestabókina og sýnið samstöðu.

Stjórn átaks gegn einelti.

 


Heimasíða Átaks gegn einelti

Nú er verið að leggja lokahönd á heimasíðu verkefnisins þar sem hægt verður að sjá fréttir ,forvitnast um tónleikana og sjá greina og reynslu sögur og fl.

endilega skoðið www.skutinn.is 

 

Við þökkum UNGI media fyrir að lána vefsvæðið og vefhýsing.is fyrir útlit.


Átak gegn einelti

Fyrir ykkur sem viljið fylgjast betur með verkefninu þá er hægt að finna okkur á facebook undir viðburðum og leita af ( Átak gegn einelti ) endilega takið þátt og það eru nýjar sláandi sögur að koma inn eftir kl 15:00

Átak gegn einelti: Sú sem stóðst og lifir lífi sínu // Reynslu saga

Mig langar að segja ykkur mína sögu um einelti, og vona að hún hjálpi einhverjum sem þarfnast hennar.

Ég var 9 ára þegar þetta byrjaði. Það kom stúlka í skólann, sem trúði ekki að henni yrði tekið eins og hún væri. Hún var byrjuð að reykja og drekka á þessum aldri, sem gerði hana mjög svala í augum bekkjarfélaga minna. Ég hafði lært frá blautu barnsbeini um áhrif og skaðsemi drykkju og reykinga, þannig að mér fannst þetta ekki vera svalt. Ég hélt að við gætum hjálpað henni til að samlagast en mér skjátlaðist hrapallega.

Hún var búin að ákveða að til þess að verða viðurkennd af bekknum, yrði hún að ná stjórn á honum, og til þess að geta það, yrði hún að ná tökum á leiðtoganum. Þá fyrst beindust augu hennar að mér. Ég var fæddur leiðtogi. Kom með hugmyndir, og hlustaði á tillögur annara. Allt gekk í lyndi, þar til einn daginn ákvað hún að láta til skarar skríða. Hún kom til mín, og reyndi að fá mig til að byrja að reykja.

Hægt er að lesa þessa sögu og aðrar með því að smella hér

Átak gegn einelti hefst í dag

Átak gegn einelti hefst í dag á fjordurinn.is og á blogginu www.einelti.blog.is og munstanda yfir í rúma tvo mánuði eða til Fimmtudagsins 2. Júní en þá fara fram góðgerðartónleikar til styrktar Regnbogabörnum samtaka sem berjast gegn einelti.

Fjörðurinn.is og einelti.blog.is eru tvær vefsíður af mörgum vefsíðum sem taka þetta mál að sér fyrir átakið og birta reynslusögur,pistla og greinar um málefnið ásamt því að vera með auglýsingar á vefnum fyrir átakið.

Sjálfboðaliðar Átaks gegn einelti hafa ekki haft langan tímatil undirbúning en ákveðið var að starta þessu átaki á miðvikudagskvöldið en öll vinna við átakið er í höndum fórnarlamba eða aðstandenda eineltis og þegar fréttamaður
hjá fjordurinn.is talaði við ungan mann sem hafði verið lagður í einelti þá sagði hann að hugmyndin hafi komið af facebook og fólk hafi byrjar að spjalla samanum hvað hægt væri að gera síðan voru regnbogabörn fengin með í verkið til að veita því forustu .

Sjálfboðaliðar verkefnisins hafa í nógu að snúast við það að safna reynslusögum og taka viðtöl ásamt því að skipuleggja góðgerðartónleika sem verða að öllum líkindum haldnir í gamla Austurbæjarbíói í Reykjavík fimmtudagskvöldið 2.Júní og mun allur peningur renna óskiptur til regnbogabarna og verður sú upphæð sem inn kemur notuð fyrir kynningar og fræðslu um einelti í skolum um allt land.

Sjálfboðaliðar eru nú byrjaðir að hafa samband við listamenn um að koma fram á tónleikunum og er hægt að staðfesta það að hljómsveitin GIG mun mæta á svæðið ásamt Hvanndalsbræðrum og rapparin RAMSES mun mæta og syngja frábært lag um einelti sem heitir VERTU STERKUR sem hægt er að skoða á fjordurinn-tv eða á youtube.com og setjum við það hér inn fljótlega.

Einelti er mikið samfélags mein og þið getið ekki trúað hvað fréttamaður er búinn að heyra frá fólki hér á sunnanverðum vestfjörðum varðandi einelti í skólum á svæðinu og það virðist vera alveg sama hvar maður stígur niður fæti maður heyrir þessar sögur aftur og aftur.

Fjordurinn.is hefur verið að rannsaka þessi mál undanfarið undirforustu ritstjóra blaðsins og hefur blaðið komist að sorglegum staðreyndum um hvernig einelti er þaggað niður eða sópað í burt og verður mart áhugavert í ritstjórnarpistlinum sem birtist seinna í dag.

Fjorðurinn.is mun birta nokkrar reynslusögur í dag og grein frá formanni regnbogabarna.

STÖÐVUM EINELTI STRAX // Átak gegn einelti // 25.03.2011 – 02.06.2011


Höfundur

Átak gegn einelti
Átak gegn einelti
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband